Jólahlaðborðin í Silfursölum við Hallveigarstíg í 101 Reykjavík

Jólin 2018

Stórkostlegt jólahlaðborð í hjarta Reykjavíkur. Hlaðborðin hefjast föstudaginn 23. nóvember og verða á föstudags- og laugardagskvöldum til 16. desember.
Jói í Ostabúðinni sér um matseðilinn og er hann ekki af verri endanum, sjá má seðilinn hér að neðan.
Einstakt úrval af jólabjór verður á boðstólum. Einnig verður vínsérfræðingur á svæðinu sem mun aðstoða veislugesti við valið úr hinu frábæra úrvali gæða vína sem verður í boði.

Margir af þekktustu skemmtikröftum landsins koma fram og skemmta gestum yfir matnum og fram eftir kvöldi. Þar má nefna, Jón Jónsson, Sölku Sól, ofl. Dagskrá er breytileg eftir kvöldum og ættu því allir að geta fundið kvöld við sitt hæfi.
Verð fyrir manninn er 10.900.- Húsið opnar kl. 18:30 og eru veitingar bornar fram kl. 19:30.
Tryggið ykkur sæti í tæka tíð því salan hefur farið mjög hratt af stað.

Húsið er opið til 01:00 og ætti engum að leiðast í þeirri frábæru dagskrá og þjónustu sem fyrir liggur allt til lokunar.

Dagsetningar

 • 23.Nov - Fös - Kvöldhlaðborð
 • 24.Nov - Lau - Kvöldhlaðborð
 • 25.Nov - Sun - Jólabrunch 12-15
 • 30.Nov - Fös - Kvöldhlaðborð
 • 1.Des - Lau - Kvöldhlaðborð
 • 2.Des - Sun - Jólabrunch 12-15
 • 7.Des - Fös - Kvöldhlaðborð
 • 8.Des - Lau - Kvöldhlaðborð
 • 9.Des - Sun - Jólabrunch 12-15
 • 14.Des - Fös - Kvöldhlaðborð
 • 15.Des - Lau - Kvöldhlaðborð
 • 16.Des - Sun - Jólabrunch 12-15
Panta borð

Mögulega besta úrvalið af Jólabjór

Matseðill


Forréttir

 • Mareneruð síld með pickluðum lauk og sólselju
 • Sinnep- estragon síld með sýðrum agúrkum
 • Grafið ærfille með basil-kasjúhetudressingu og klettasalati
 • Heitreykt gæsabringa með hinderjavinagrette og sesamfræjum
 • Villibráðapaté með púrtvínshrærðu rifsberjahlaupi
 • Fennel grafin lax með sinneps dill sósu
 • Laufabrauð, rúgbrauð og smjör.

Aðalréttir

 • Sinnepsgljáð bayonne skinka
 • Hægeldað hangilæri
 • Hægeldaður lambaframpartur í timian-hvítlauks mareningu
 • Epla-fivespice kryddaður grísahnakki

Meðlæti

 • Sykurbrúnaðar kartöflur
 • Íslenskar kartöflur í uppstúf
 • Hvítlauksristað rótargrænmeti,
 • Grænarbaunir og piklað rauðkálog sýrðar gúrkur.
 • Villisveppasósa.
 • Rauðvínssósa.

Eftirréttabakki

 • Riz-a la mande í bollum með kirsuberjasósu
 • Frönsk súkkulaðikaka
 • 4 gerðir af makkarónum
 • Skógarberjakaka með rjóma
 • Piparkökur
 • kókosstoppar
 • ferskir ávextir

Sérvalin vín

  Rauðvín:
 • Frontera Cabernet Sauvignon / Chile
  Mjúkt með rauðum plómum og súkkulaði.
 • Jacobs Creek Shiraz Cabernet Sauvignon / Ástralía
  Bragðmikið og kryddað með sólberjum og súkkulaði.
 • Tommasi Rafael Classico Superiore / Ítalía
  Kröftugt með plómum og brómberjum.
 • Hvítvín:
 • Frontera Pinot Grigio / Chile
  Ferskt með vanillu, perum og greip.
 • Jacobs Creek Chardonnay / Ástralía
  Ferskt og mjúkt með melónum,sítrus og vanillu.
 • Arthur Metz Pinot Gris / Frakkland
  Bragðmikið með ananas, sítrónum og blómakeim

Jólahlaðborð fyrir hópa

Einnig getum við boðið upp sérútfærslur á jólahlaðborðum og öðrum veislum fyrir bæði stóra og litla hópa, á þessu 6 vikna tímabili fyrir jól. Lausnir fyrir allt frá 60 upp í 500 manna hópa. Húsnæðið og staðsetning þess býður upp á einstakt tækifæri fyrir fyrirtæki og eða hópa til að koma saman á aðventunni í hjarta Reykjavíkur og gera sér glaðan dag eða kvöldstund fyrir hátíðarnar.

Hægt er að hafa samband í síma +(354) 776-0099 fyrir frekari upplýsingar og bókanir.

Einnig er hægt að finna upplýsingar um jólahlaðborðin og aðra jólaviðburði Silfursala inni á Enter.is og ganga frá kaupum þar.